Tónskóli Fjallabyggđar

Berjadagar 2015 Berjadagar 2015    

Berjadagar 2015

Berjadagar 2015


Nú styttist í síđustu hátíđ sumarsins í Fjallabyggđ en listahátíđin Berjadagar hefst á fimmtudaginn, 13. ágúst. Listahátíđin Berjadagar 2015 verđur í grunninn međ öđru sniđi en vanalega ţví lokakvöldiđ er ađ ţessu sinni leikhússsýning Guđmundar Ólafssonar ţar sem nýtt verk hans lítur dagsins ljós í fyrsta skipti í Ólafsfirđi, verkiđ Annar tenór – en samt sá sami. Ţađ verđa ţví glćsilegir tónleikar í kirkjunni fimmtudags- og föstudagskvöld ađ venju og síđan leikhússýning Guđmundar laugardagskvöld og á sunnudag. Hátíđin stendur ţví yfir fjóra daga. Stjórnendur hátíđarinnar líta á frumsýningu Annars tenórs í firđinum sem kćrkomna tilbreytingu í tilefni 70 ára kaupstađarréttinda Ólafsfjarđar. Enda átti forveri verksins, Tenórinn, fádćma vinsćldum ađ fagna af íslensku leikverki ađ vera og hér ríđur Guđmundur á vađiđ međ nýtt verk sem hefur ekki veriđ sýnt áđur í Ólafsfirđi.
Auk ţessa​ tónleika og leikhúss​ munu ljósmyndir Brynjólfs Sveinssonar vera sýnilegar í Tjarnarborg. En ţar er af nógu ađ taka og dćtur hans standa fyrir ţví ađ fleiri myndir líti dagsins ljós.

Dagskráin er eftirfarandi:
Fimmtudagskvöld í kirkjunni kl. 20:00
Íslensk ljóđ og blandađar aríur. Hanna Ţóra Guđbrandsdóttir, sópran og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanó leika fjölbreytta dagskrá.
Hanna Ţóra Guđbrandsdóttir sópran flytur ásamt Helgu Bryndísi Magnúsdóttur píanóleikara fjölbreytta dagskrá á opnunartónleikum Berjadaga 2015. Ţar hljóma íslensk ljóđ eftir Sigfús Halldórsson, Tryggva M. Baldvinsson og Sigvalda Kaldalóns.
Hanna syngur einnig erlendar ljóđaperlur eftir E. Grieg og fćrir​ sig yfir í söngleiki Jerome Kern og Meredith Willson ţegar líđur á kvöldiđ. Hanna Ţóra Guđbrandsdóttir er nýkomin frá Noregi ţar sem hún söng Gerhilde í óperunni Die Walküre Eftir R. Wagner í Norsku óperunni.

Föstudagskvöld í kirkjunni kl. 20:00
Í Ólafsfjarđarkirkju kynnir hópurinn Mógil einstakan hljóđheim sinn og leika m.a. nýjar tónsmíđar af glóđvolgri plötu sem er vćntanleg á markađ nú í ágúst.
Međlimir: Heiđa Árnadóttir söngur, Kristín Ţóra Haraldsdóttir víóla, Hilmar Jensson rafgítar, Eiríkur Orri Ólafsson trompet og Joachim Badenhorst klarinett. Mógil vefur einstakan hljóđ vef í tónsmíđum sínum. Ţar getur ađ heyra áhrif frá klassík, ţjóđlagatónlist, og djassi. Textarnir eru mikilvćgir í lögum ţeirra og nokkur ljóđ eru eftir söngvara hópsins Heiđu Árnadóttur en ţau syngja einnig viđ ljóđ Vilborgar Dagbjartsdóttur, Hannesar Péturssonar og Árna Ísakssonar. Ţau hafa ferđast víđa um heim og leikiđ á hátíđum einsog heimstónlistarhátíđinni WOMEX og nú geta áheyrendur notiđ ţeirra í notalegu kirkjunni í Ólafsfirđi ţar sem ţau flytja sín lög en einnig ţekkt íslensk.

Laugardagskvöld í Menningarhúsinu Tjarnarborg kl. 20:00
Leikverkiđ Annar Tenór – en samt sá sami?
Leikarar: Guđmundur Ólafsson, Ađalbjörg Árnadóttir og Sigursveinn Magnússon
Leikstjóri: María Sigurđardóttir
Höfundur leikverks: Guđmundur Ólafsson
Leikverkiđ er framhald af hinu vinsćla leikverki Guđmundar sem fór á fjalir Iđnó áriđ 2003 og fór vítt um land viđ mikinn fögnuđ. Leikverkiđ Annar tenór gerist 11 árum síđar ţar sem tenórinn ,,frćgi” og undirleikarinn geđprúđi hittast aftur fyrir tilviljun og taka tal saman. Raunveruleikinn blasir viđ og í leikritinu afhjúpast raunir ađalpersónunnar á eftirminnilegan hátt en m.a. fyrir tilstuđlan stórskemmtilegri ţriđju persónu sem leikin er af Ađalbjörgu Árnadóttur. Hér eins og ţá syngur Guđmundur sig inní hjörtu áheyrenda međ völdum söngperlum viđ undirleik Sigursveins.

Dvalarheimili aldrađra Hornbrekka – Ljósmyndasýning föstudagur kl. 15:00
Kaffihúsastemning međ Guđmundi Ólafssyni, Sigrúnu Valgerđi Gestsdóttir og Sigursveini Magnússyni. Slegiđ á létta strengi og drukkiđ kaffi!

Menningarhúsiđ Tjarnarborg – Ljósmyndasýning laugardag kl. 14:00 - 18:00 og sunnudag kl. 13:00 - 15:00
Í tilefni af kaupstađarafmćli Ólafsfjarđar verđur ljósmyndum Brynjólfs Sveinssonar varpađ á vegg. Brynjólfur fćddist áriđ 1914 og tók myndir til dauđadags áriđ 1981. Ljósmyndir hans lýsa daglegu lífi í Ólafsfirđi og safn hans geymir stórmerkilega heimild menningarsögu i firđinum.
Allir velkomnir!

Ţeir sem kaupa sér ađgang á alla viđburđi Berjadaga kaupa sig inná tvenna tónleika í kirkjunni og eina leikhússýningu međ músíkölsku ívafi.
Ađgangseyrir​ tónleikar​: 2.500 kr.
​Leikhús: 3.000 kr.
​Hátíđarpassi: 6.500 kr.
Frítt fyrir 15 ára og yngri
Miđar viđ inngang​inn ​og midi.is

Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíđu hátíđarinnarFramsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf